top of page

Að læra gegnum samræður og samskipti

Samræður og samskipti fela í sér að skapa pláss fyrir margvíslegar hugmyndir, sjónarhorn, tilfinningar og aðferðir til að bregðast við og læra af þeim með skipulögðum hætti í gegnum leiðsögn. Með samræðum og samskiptum færist samfélagið inn í skólastofuna og nemendur fá tækifæri til að leika sér með og læra hvernig á að vinna með þennan fjölbreytileika. Það mun ekki aðeins skapa hlýlegt og öruggt umhverfi fyrir alla til að læra í, heldur einnig auka námsárangur nemenda, vegna stöðugrar endurgjafar. Þar að auki gera samræður og samskipti nemendum kleift að læra og upplifa markviss skoðanaskipti og slík samskipti byggja upp (skóla)samfélag. 

Ef þú velur að vinna með samfélagslegar áskoranir sem innihaldsríkt námsefni, eins og við mælum með að þú gerir, þurfa nemendur á hver á öðrum að halda til að kanna og rannsaka mismunandi sjónarhorn, þekkingu, viðmið, gildi, ... og til að kanna lausnir til aðleysa þessar áskoranir. Samræður og samskipti veita leið til þess. Styðja þarf nemendur markvisst í að þjálfa virka hlustun, sýna hver öðrum virðingu og vera forvitnir um aðra. 

Þetta myndband sýnirhvað að læra gegnum samræður og samskipti þýðir og hvernig má útfæra það í kennslu. 

Markmið nemenda

Nemendur munu læra að: 

 • Útskýra hugsanir sínar. 

 • Beita virkri hugsun. 

 • Skoða mörg sjónarhorn áður en niðurstaða er fengin. 

 • Greina líkindi og mun á skoðunum. 

 • Sýna sveigjanleika í skoðanamyndun. 

 • Skilja aðra betur með því að ímynda sér hvernig hlutirnir líta út frá þeirra sjónarhorni. 

 • Sýna skoðunum og reynslu annarra áhuga og taka með opnum huga.  

 • Sýna sanngirni og virðingu í samvinnu við aðra/jafningja. 

Kannaðu stöðuna 

 • Hvernig myndir þú útskýra þessa grunnstoðir fyrir samstarfsmanni þínum? Ef þú hefur tækifæri til, komdu henni í verk! (Það mun gera þá kröfu til þín  þig til að komast að kjarnanum, vera nákvæm(ur) og taka á hlutum sem eru enn óljósir.)

 • Hvernig myndir þúráðleggja samstarfsmanni þínum að vinna með þessa meginreglu í kennslustofunni? 

 • Notaðu 3 – 2 – 1 brúarhugsunarrútínuna. Skrifaðu niður: 

  • 3 orð eða hugmyndir sem þú tekur með þér 

  • 2 spurningar sem þú gætir haft um meginregluna 

  • 1 teikningu sem dregur saman meginregluna á einu augnabliki 

Ígrundandi spurningar

ÁÐUR en vinnuaðferðir eru innleiddar: 

 • Hvað gerir þú nú þegar til að örvaa samræður og samskipti í bekknum þínum? 

 • Hvað finnst þér um að skapa (meira) rými fyrir samræður og samskipti í bekknum þínum? 

 • Hvað væri lítið, framkvæmanlegt, en mikilvægt skref fram á við til að örva samræður og samskipti við nemendur þína? 

 

EFTIR innleiðingu vinnuaðferða: 

 • Hver var niðurstaðan af reynslu þinni? (hugsaðu bæði um jákvæða og neikvæða þætti) 

 • Hvað myndir þú vilja endurtaka? 

 • Hverju myndir þú vilja breyta og hvernig myndir þú breyta því? 

 • Hvert verður þitt fyrsta, næsta skref? 

Kennsluefni og fleira

Lesmateriale en meer

Af stað inn í kennslustofuna

Vei! Æ nei!

frekari upplýsingar um

blönduð námstækin?

Tilbrigði við hugtakamyndasögu

Rökræður sem hreyfa við þér

Viðbótarefni

 • ...

bottom of page