top of page

Að læra gegnum skipulagða ferla

Merkingarbært nám snýst um að afla nýrrar þekkingar og skilja hana mjög vel þannig að hægt sé að tengja hana við fyrri reynslu og núverandi þekkingu. Þannig er auðvelt að túlka og beita henni og rifja hana upp upp á marga vegu og tengja upprifjun við samhengi. Dæmi um lært hugtak er þegar merkingarbært nám  nýtist í raunverulegum aðstæðum. Merkingarbært nám eflir frekara nám, þar sem tengsl hugtaks við raunverulegar aðstæður hvetur nemanda til að halda áfram að læra og vera virkur í námi.

 

Notkun skipulagða ferla í kennslustofunni, eins og frásagnir, hönnunarhugsun og verkefnamiðað nám, gefur nemendum það skipulag sem þeir þurfa til að öðlast djúpan skilning á viðeigandi áskorun og gerir þeim kleift að sjá mikilvægi þess með þvíað takast á við verkefni sem byggja á raunverulegum áskorunum. Þó að þessi aðferð taki lengri tíma en nám sem byggir á utanbókarlærdómi, þá situr þekkinginglengur og auðveldara er að rifja hana upp og beita í nýju samhengi. 

Þetta myndband sýnir hvað að læra gegnum skipulagða ferla þýðir og hvernig má innleiða það í kennslu. 

Markmið nemenda

Nemendur munu læra að: 

 • Læra með ígrundun og byggja upp sjálfstraust  

 • Nota lykilhugsunarhæfni 

 • Gera sýnilega og deila eigin hugsunum  

 • Hlusta vandlega á skoðanir annarra (virk hlustun) 

 • Læra í hópi 

 • Móta eigið hugsanaferli og námsaðferðir með því að tengja nám við eigið líf 

 • Öðlast dýpri skilning á raunverulegum áskorunum 

 • Leysa vandamál á skapandi hátt 

Kannaðu stöðuna 

 • Hvernig er stafræn söguaðferð og hönnunarhugsun tengd? 

 • Hvernig er hægt að kynna heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með sögum í námsumhverfi?

 • Hvað gerir nám merkingarbært? 

Ígrundandi spurningar 

 • Geturðu tekið upp hvaða sögu sem er og nefnt 3 Heimsmarkmið sem hægt er að vinna meðsögunni? 

 • Hversu oft samþættir þú raunverulegar áskoranir inn í kennslu? 

 • Hvaða hlutar námskrár skapa mest tækifæri til að vinna með  samfélagslegar áskoranir  sem tengjast einhverjum af heimsmarkmiðunum? 

Kennsluefni og fleira

Lesmateriale en meer

Af stað inn í kennslustofuna 

Samkenndarkort 

Vandamálayfirlýsing 

Vandamálatré 

frekari upplýsingar um

blönduð námstækin?

Sögukort

Hugmyndasköpun (e. Ideate) 

Frumgerð

Ófullkominn leiðarvísir

Viðbótarefni

 • ...

bottom of page